AVOLT SKILMÁLAR
GREIÐSLA
Kaupandi getur innt greiðslu af hendi með kreditkorti eða debetkorti. Kortafærslur fara í gegnum örugga greiðslusíðu Borgunar. Einnig er boðið uppá greiðslu í gegnum Netgíró, Síminn Pay og Aur appið.
AFHENDING VÖRU
Allar pantanir eru settar í útkeyrslu innan 24 tíma frá pöntun. Fyrirtækin Dropp og TVG Express sjá um dreifingu á Avolt pöntunum. Þá er einnig mögulegt að sækja allar pantanir í sýningarsal okkar á Fiskislóð 57.
Sendingarkostnaður er frír ef pöntunarvirði er yfir 10 þúsund krónum. Fyrir ódýrari sendingar er rukkaður sanngjarn sendingarkostnaður.
Viðskiptavinir ber sjálfur ábyrgð á að gefa upp rétt póstfang eða að vera með rétt merkta póstkassa eða póstlúgur. Ef vara er ekki til á lager munum við hafa samband og tilkynna um áætlaðan afhendingartíma eða endurgreiða vöruna.
VÖRUSKIL
Kaupandi hefur 14 daga frá móttöku vöru til að hætta við kaupin að því tilskildu að hann hafi ekki notað vöruna, henni sé skilað í óuppteknum og upprunalegum umbúðum. Ef vara er innsigluð má ekki rjúfa innsiglið. Kvittun fyrir vörukaupum þarf að fylgja. Að ofangreindum skilyrðum uppfylltum og eftir að varan er móttekin, er gengið frá endurgreiðslu. Sendingarkostnaður er ekki endurgreiddur og kaupandi greiðir sendingargjald þegar vöru er skilað. Ef pakki er ekki sóttur á pósthús áksilur seljandi sér rétt til að halda eftir kostnaði við sendingar.
VÖRUVERÐ
Öll vöruverð eru birt með fyrirvara um prentvillur og áskilum við okkur rétt til að hætta við viðskipti hafi rangt verð verið gefið upp.
Vinsamlega athugið að vöruverð getur breyst án fyrirvara. Öll verð eru gefin upp með virðisaukaskatt.
TRÚNAÐUR
Seljandi heitir kaupanda fullum trúnaði um allar þær upplýsingar sem kaupandi gefur upp í tengslum við viðskiptin. Frekari upplýsingar um meðferð persónuupplýsinga og vafrakökur finnið þið undir síðunni – friðhelgi og vafrakökur.
ÁBYRGÐ
Seljandi veitir kaupanda 2 ára ábyrgð á vörum. Ábyrgðin er fólgin í viðgerð eða endurnýjun á hverjum þeim hluta sem áfátt kann að vera, bendi líkur til þess að um framleiðslu – eða efnisgalla sé að ræða. Ábyrgðin nær til efnis og vinnulauna vegna hugsanlegra viðgerða. Kaupandi sér um að koma vöru á viðgerðarstað eða verkstæði. Kaupandi ber sjálfur kostnað af tilkynningu um bilun, svo sem símakostnað og annan slíkan. Sé bilað tæki utan byggðalags skal það borið undir kaupanda, hvort senda skuli það til viðgerðar, eða kveðja til nærstaddan viðgerðarmann. Skuli tækið sent er minnt á nauðsyn þess að nota góðar og vel merktar umbúðir, fara að fyrirmælum leiðarvísis, þegar hann kveður á um sérstakan flutningsbúnað og möguleikana á að tryggja tækið gegn flutningsskemmdum. Ennfremur skal fylgja lýsing á bilun.
Ábyrgðin nær ekki til bilana sem framleiðanda eða seljanda verður ekki kennt um, svo sem bilana sem stafa af flutningi, rangri meðferð eða misnotkun, slælegu viðhaldi, slysni eða óhöppum, náttúruhamförum, truflunum á rafkerfi hússins eða veitunnar, o.s.frv.
Ábyrgðin nær heldur ekki til óbeins tjóns vegna hugsanlegra galla á tækinu, en kaupanda er bent á möguleikana á að tryggja sig gegn slíku hjá tryggingafélögum.
Skilyrði fyrir ábyrgðinni eru almenns eðlis, svo sem að galli sé tilkynntur strax og hans kann að verða vart og að ekki hafi neitt verið átt við tækið af aðilum óviðkomandi seljanda, nema í samráði við hann.
ENDURVINNSLA
Avolt er annt um endurvinnslu á öllum sínum vörum. Sem innflytjandi á raftækjum borgar Avolt á Íslandi svokallað úrvinnslugjald sem nær yfir kostnað við endurvinnslu á vélum og umbúðum.
Mikilvægt er að benda á að raftækjaúrgangi sé safnað sérstakleg. Avolt á Íslandi tekur á móti vélum og öðrum litlum raftækjum til endurvinnslu. Þá er bent á söfnunarstöðvar sveitafélaga sem taka gjaldfrálst á móti raf- og rafeindatækjaúrgangi.
VARNARÞING
Ákvæði og skilmála þessa ber að túlka í samræmi við íslensk lög. Komi upp ágreiningur eða telji einhver að hann eigi kröfu á hendur Sjöstrand á grundvelli ákvæða og skilmála, verður slíkum ágreiningi eða kröfu vísað til meðferðar hjá íslenskum dómstólum.
ANNAÐ
Með því að skrá þig á póstlista Avolt samþykkir þú að fá sendar upplýsingar um nýjar vörur og tilboð. Netföngin eru trúnaðarupplýsingar og eru undir engum kringumstæðum afhent þriðja aðila. Óski viðskiptavinur eftir að vera tekinn af póstlista skal fylgja leiðbeiningunum neðst í tölvupóst sendingum eða senda tölvupóst avolt@avolt.is
Avolt áskilur sér rétt til að breyta skilmálum þessum hvenær sem er.