Avolt

Avolt er sænskt hönnunarstúdíó sem þróar, hannar og markaðssetur vörur sem tengir rafmagn í rými með fallegri og tímalausri skandinavískri hönnun fyrir heimili, skrifstofur, verslanir og almenningsrými.

    • Engin vara í körfu.

Um Avolt

Gefur rýmum og tækjum rafmagn með skandinavískri hönnun

Tengjum saman með fágun

Lengi hafa rafmagnstæki skorað fágun hönnunar og arkitektúrs á hólm. AVOLT er hannað með það fyrir augum að fjöltengi geta verið fallegir, fagurfræðilegir og hagnýtir hlutir. Markmiðið er að setja ný viðmið fyrir heimili, skrifstofur og almenningsrými svo eitthvað sé nefnt.

Stenst tímans tönn

Kjarninn í hönnun AVOLT er einfaldleiki og því grundvallarformi sem vitað er að sé tímalaust. Sérhver vara frá AVOLT er innblásin af „Square Circle Triangle“ frá hinum fræga Bruno Munari og þeirri virðingu fyrir einföldum formum sem mannkynið hefur reitt sig á í gegnum tíðina.

,,Að flækja hluti er einfalt, að einfalda þá er flókið – Allir eru færir um að flækja hluti. Aðeins fáir geta einfaldað þá.“

-Bruno Munari

Eitt skref í einu

Heimur rafmagnstækja er enn mjög háður plasti, öryggisins vegna og til að mæta ríkjandi stöðlum. Þó að við neyðumst til að sætta okkur við þann veruleika þá heldur AVOLT áfram að knýja fram breytingar í þessum efnum.

Með hverri vöru sem AVOLT framleiðir færum við mörkin og breytum í rétta átt. Fyrsta varan Square 1 er gerður með 20% endurunnu plasti og umhverfisvænum umbúðum.

SQUARE 1 – FERNINGUR 1

FERNINGURINN

HANNAÐUR MEÐ ÞAÐ FYRIR AUGUM AÐ FJÖLTENGI GETA VERIÐ FALLEGIR, FAGURFRÆÐILEGIR OG HAGNÝTIR HLUTIR ÁN ÞESS AÐ VARPA SKUGGA Á ARKITEKTÚRINN.

Allar hliðar jafnar. Allar hliðar réttar.
Gangstæðar hliðar samsíða,
alfleiðing af rúmfræðilegri fullkomnun þess.
Stöðugur. Hagnýtur.
Eitthvað til að byggja á.
Ferningurinn elskar hugmyndirnar þínar.
Leikurinn er þinn.
Fyrir hönnuði. Arkitekta.
Uppfinningamenn og atvinnurekendur.

Fyrir þig.

INNBLÁSTUR FRÁ BRUNO MUNARI

ÍTALSKUR FRUMKVÖÐULL Í HÖNNUN

Kjarninn í hönnun AVOLT er einfaldleiki og því grundvallarformi sem við vitum að er tímalaust. Sérhver vara frá AVOLT er innblásin af „Square Circle Triangle“ frá hinum fræga Bruno Munari og þeirri virðingu fyrir einföldum formum sem mannkynið hefur reitt sig á í gegnum tíðina

Avolt

You're using an old browser

Old browsers only have partial support for new technology and doesn't give the website an honset chance to live up to its fully potential. You can easily download an other web browser that works better. Here is onyl a few modern browsers that works great!

Update my browser

Halda áfram